Erlent

Ekki fleiri uppsagnir í Bandaríkjunum í rúm 30 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Midlandsconnect.com

Líklega hefur fleira starfsfólki ekki verið sagt upp í Bandaríkjunum einn og sama mánuðinn í meira en 30 ár en í nýliðnum desembermánuði. Þetta er talið vera meðal tölfræðilegra staðreynda sem settar eru fram í skýrslu Bandaríkjastjórnar um atvinnuástandið sem gerð verður opinber í dag.

Barack Obama, verðandi forseti, hefur varað við því að landið gæti setið fast í efnahagslegum öldudal í langan tíma grípi stjórnvöld ekki til markvissra aðgerða. Hefur hann í því skyni boðað bæði skattalækkanir og atvinnuskapandi framkvæmdir sem gætu kostað ríkið um 800 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×