Lífið

Joly á Saga Class

Eva Joly.
Eva Joly.

Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara í bankahruninu lét heldur betur heyra í sér þegar hún var í einni af vinnuferðum sínum hér á landi í vikunni. Eva mætti í viðtöl hjá fjölmiðlum þar sem hún sagði að mörgu væri ábótavant í rannsókninni.

Hún vildi meðal annars setja meira fé í rannsóknina og fjölga starfsfólki hjá sérstökum saksóknara. Einnig vildi hún að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknara viki.

Í morgun fór Eva síðan af landi brott þegar hún flaug til Parísar með Icelandair. Þar mun hún hafa látið fara vel um sig á Saga Class.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.