Íslenski boltinn

Ingvar Kale: Þessi leikur var stál í stál

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingvar Þór Kale með bikarinn í leikslok.
Ingvar Þór Kale með bikarinn í leikslok. Mynd/Daníel

„Mig hafði ekki dreymt um að vinna titil á fyrsta árinu mínu hérna," sagði Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum í dag. Ingvar varði vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni í vítaspyrnukeppninni.

„Þetta er bara 50/50 þegar komið er út í vítaspyrnukeppni en þetta var mjög sætt. Þetta var rosalegur leikur, stál í stál. Ég og Hannes vörðum sitthvort vítið en svona er þetta, ræðst á einu atriði."

„Þessi titill gefur félaginu rosalega mikið. Það er Evrópukeppni á næsta ári. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við munum verða í baráttu við FH og KR um Íslandsmeistaratitilinn á næsta ári," sagði Ingvar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×