Enski boltinn

Glenn Roeder rekinn frá Norwich

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glenn Roeder, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle.
Glenn Roeder, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Enska B-deildarliðið Norwich hefur sagt upp samningi Glenn Roeder við félagið en liðinu hefur ekki gengið vel á tímabilinu undir hans stjórn.

Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í dag en Norwich er sem stendur í 21. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 27 leiki.

Roeder hætti sem knattspyrnustjóri Newcastle í maí árið 2007 og tók svo við Norwich í október sama ár. Þá var Norwich við botn deildarinnar en Roeder náði að lyfta liðinu upp í miðja deild.

Tveir þjálfarar voru einnig reknir frá félaginu og hefur enn ekki verið ákveðið hver muni stýra liðinu er liðið mætir Barnsley á heimavelli um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×