Enski boltinn

Wenger bálreiður út í hollenska knattspyrnusambandið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er bálreiður hollenska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa gert lítið úr meiðslum Robin van Persie.

Van Persie meiddist í leik með hollenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í mánuðinum og var fyrst greint frá því að hann yrði frá í sex vikur.

Nú hefur hins vegar komið í ljós að meiðslin eru það alvarleg að hann þarf að fara í uppskurð og verður frá í 4-5 mánuði.

„Ég held að hollenska knattspyrnusambandið hafi gert lítið úr meiðslum hans," sagði Wenger í samtali við enska fjölmiðla. „Við komumst að því að meiðslin eru mun alvarlegri en okkur var sagt."

„Ef leikmaður meiðist í leik með landsliðinu á að senda hann umsvifalaust til hans félagsliðs svo læknar félagsins geti skoðað hann - ekki læknar landsliðsins."

„Leikmenn eru teknir frá okkur fyrir vináttulandsleiki og svo bara skilað aftur til félagsliðanna. Þetta er algjör brandari. Svona lagað gerist ekki í neinum öðrum íþróttagreinum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×