Enski boltinn

Donovan hjá LA Galaxy til 2013 - samt á leið til Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landon Donovan í leik með bandaríska landsliðinu.
Landon Donovan í leik með bandaríska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Landon Donovan hefur skrifað undir nýjan samning við bandaríska MLS-liðið LA Galaxy og gildir samningurinn til loka leiktíðarinnar 2013.

Engu að síður hefur enska úrvalsdeildarfélagið Everton tilkynnt að það hafi samþykkt að stærstu leyti þriggja mánaða lánssamning við Galaxy um að Donovan leiki með liðinu frá og með áramótunum.

Donovan sagði í gær að þetta hafi verið erfið ákvörðun fyrir sig en að hann væri ánægður hjá Galaxy og vildi vera þar áfram.

Donovan vill vera í sem bestu formi fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar en þar leikur Bandaríkin í sama riðli og England. Því er líklegt að liðsfélaganir Donovan og David Beckham munu eigast við í leik liðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×