Íslenski boltinn

Willum Þór hættur hjá Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Willum hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Val.
Willum hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Val. Mynd/Vilhelm

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis hefur Willum Þór Þórsson látið af störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Vals.

Samkvæmt sömu heimildum þá mun Willum mæta á æfingu liðsins síðar í dag og kveðja leikmenn félagsins. Ekki er vitað hvort Willum hætti sjálfur eða var rekinn.

Willum verður því ekki í brúnni þegar Valur mætir FH í lykilleik annað kvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis þá koma fáir þjálfarar til greina sem arftaki Willums. Efst á blaði eru þó Atli Eðvaldsson og Sigurður Jónsson.

Ekki hefur enn náðst í forráðamenn Vals og Willum Þór er með slökkt á sínum síma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×