Pólitíkusum boðið á stefnumót með ungu fólki 23. nóvember 2009 10:28 Mynd/GVA „Við erum að bjóða upp á vettvang þar sem stjórnmálamenn og ungt fólk ræðir saman um málefni sem snerta fyrst og fremst ungt fólk," segir Sindri Snær Einarsson, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga. Í dag fer fram á vegum sambandsins og Æskulýðs vettvangsins svokallað stefnumót ungs fólks og stjórnmálmanna. Þrír ráðherrar og tveir þingmenn hafa boðað komu sína. Sindri segir að niðurstöður erlendra rannsókna sýna að þegar efnahagsþrengingar gangi yfir sé aldurshópurinn 16 til 25 ára í hvað mestri hættu. „Ef ekkert er að gert til að tryggja þátttöku þessa aldurshóps í samfélaginu er hætta á að þessi kynslóð týnist í framtíðinni. Einnig er hætt við að langvarandi atvinnuleysi og geðræn vandamál fari vaxandi meðal þessa hóps." Í því ljósi telur Sindri mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða og setji málefni ungs fólks í forgang svo að koma megi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. „Við einblínum á að halda ungu fólki virku," segir Sindri. Á stefnumótinu gefst ungu fólki tækifæri á að koma skoðunum og málefnum sínum á framfæri við stjórnmálamenn sem fá auk þess tækifæri til að tjá sig um málefni ungs fólks. Sindri segir að nú þegar hafi Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra, boðað komu sína sem og Samfylkingarþingmennirnir Jónína Rós Guðmundsdóttir og Anna Pála Sverrisdóttir. Auk þess muni þeir Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Hreiðar Már Árnason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, halda stutt erindi. Til stefnumótsins er æskulýðsfélögum, Æskulýðsráði, ráðherrum, þingmönnum og öllu ungu fólki boðið, sem og öllum áhugasömum um málefni ungs fólks. Stefnumótið fer fram í Gyllta sal Hótel Borgar og hefst klukkan 16 og stendur til klukkan 18. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
„Við erum að bjóða upp á vettvang þar sem stjórnmálamenn og ungt fólk ræðir saman um málefni sem snerta fyrst og fremst ungt fólk," segir Sindri Snær Einarsson, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga. Í dag fer fram á vegum sambandsins og Æskulýðs vettvangsins svokallað stefnumót ungs fólks og stjórnmálmanna. Þrír ráðherrar og tveir þingmenn hafa boðað komu sína. Sindri segir að niðurstöður erlendra rannsókna sýna að þegar efnahagsþrengingar gangi yfir sé aldurshópurinn 16 til 25 ára í hvað mestri hættu. „Ef ekkert er að gert til að tryggja þátttöku þessa aldurshóps í samfélaginu er hætta á að þessi kynslóð týnist í framtíðinni. Einnig er hætt við að langvarandi atvinnuleysi og geðræn vandamál fari vaxandi meðal þessa hóps." Í því ljósi telur Sindri mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða og setji málefni ungs fólks í forgang svo að koma megi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. „Við einblínum á að halda ungu fólki virku," segir Sindri. Á stefnumótinu gefst ungu fólki tækifæri á að koma skoðunum og málefnum sínum á framfæri við stjórnmálamenn sem fá auk þess tækifæri til að tjá sig um málefni ungs fólks. Sindri segir að nú þegar hafi Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra, boðað komu sína sem og Samfylkingarþingmennirnir Jónína Rós Guðmundsdóttir og Anna Pála Sverrisdóttir. Auk þess muni þeir Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Hreiðar Már Árnason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, halda stutt erindi. Til stefnumótsins er æskulýðsfélögum, Æskulýðsráði, ráðherrum, þingmönnum og öllu ungu fólki boðið, sem og öllum áhugasömum um málefni ungs fólks. Stefnumótið fer fram í Gyllta sal Hótel Borgar og hefst klukkan 16 og stendur til klukkan 18.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira