Innlent

Átak gert í ferðamálum

ferðamenn Markvisst átak verður til að fjölga ferðamönnum frá október til desember.fréttablaðið/stefán
ferðamenn Markvisst átak verður til að fjölga ferðamönnum frá október til desember.fréttablaðið/stefán

Blásið hefur verið til átaks til að efla ferðaþjónustuna hér á landi. Það eru iðnaðarráðuneytið, Ferðamálastofa, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg sem taka höndum saman um málið.

Auglýst hefur verið eftir tillögum frá íslenskum ferðaþjónustu­aðilum að samstarfsverkefnum til að markaðssetja Ísland frá október til desember í ár.

Umsækjendur þurfa að leggja fram mótframlag, að lágmarki helmingi hærra en framlag Ferðamálastofu. Gert er ráð fyrir fimmtíu milljónum króna af opinberu fé og 100 milljónum í mótframlag. Hámarksframlag til eins verkefnis er tíu milljónir, en fimm milljónir að lágmarki.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×