Lífið

Kvöldvaka Svavars

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur sent frá sér plötuna Kvöldvöku.
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur sent frá sér plötuna Kvöldvöku.

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur sent frá sér plötuna Kvöldvaka. Á plötunni, sem Dimma gefur út, ríkir sannkölluð kvöldvökustemning þar sem söngvaskáldið er í aðalhlutverki við eigin undirleik á gítar. Einnig leika á plötunni þeir Ingólfur Magnússon á kontrabassa, Jón Geir Jóhannsson á slagverk og Hallgrímur Jónas Jensson á selló. Kvöldvaka kemur út í 500 tölusettum eintökum fyrir íslenskan markað og verður einungis seld á tónleikum og hjá útgefanda, en hægt er að nálgast plötuna eða stök lög af henni á Tónlist.is

Þessa dagana er Svavar Knútur á tónleikaferð í Þýskalandi og Danmörku, þar sem hann kynnir plötuna. Fleiri tónleikar eru fyrirhugaðir í Þýskalandi í sumar í kjölfar vel heppnaðra tónleika í febrúar þegar hann spilaði á Melodica Acoustic-hátíðinni í Hamborg þar sem voru um eitt þúsund áheyrendur. Í framhaldinu var honum boðin þátttaka í tónleikaröðinni „Songs & whispers“ í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.