Erlent

Fiskveiðisamningum ESB og Noregs siglt í strand

Viðræður Norðmanna og Evrópusambandsins um fiskveiðisamning fyrir árið 2010 fóru út um þúfur í gærkvöldi. Að sögn norskra ráðamanna strönduðu viðræðurnar aðallega á rétti Norðmanna til að veiða Makríl í lögsögu ESB. Lisbeth Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs sagðist í gærkvöldi vera mjög vonsvikin yfir tregðu Evrópusambandsins til að komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir næsta fiskveiðiár.

Þrátt fyrir að makrílveiðar hafi verið einn helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum tókst heldur ekki að komast að samkomulagi um aðra hluti, svo sem brottkast og kvóta á þorski, ýsu og síld í Norðursjó og því ákvað sambandið að slíta viðræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×