Umfjöllun: Blikarnir burstuðu valsmenn 22. ágúst 2009 15:57 Úr leik Vals og Breiðabliks frá því fyrr í sumar. Mynd/Anton Það tók Breiðablik innan við tíu mínútur að skora tvö mörk á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þeir mættu miklu ákveðnari til leiks og voru með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Viljinn var töluvert meiri hjá þeim grænklæddu og greinilegt að Valsliðið á langt í land miðað við spilamennskuna í dag. Guðmundur Kristjánsson skoraði fyrsta markið strax á áttundu mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni. Guðmundur stóð einn og óvaldaður í teignum og var í litlum vandræðum með að setja boltann framhjá Kjartani í markinu. Áhorfendur voru varla sestir þegar Kristinn kom með aðra nákvæmlega eins fyrirgjöf og þá fór boltinn beint á kollinn á Guðmundi Péturssyni og staðan 0:2. Þegar þarna var komið við sögu voru 10 mínútur búnar af leiknum. Við þessi tvö kjaftshögg virtust valsmenn hálf vankast og voru það næstu 80 mínúturnar eða svo. Blikarnir stjórnuðu leiknum gjörsamlega og miðjan hjá Val var einhversstaðar allt annarsstaðar en inni á vellinum, rétt eins og í mörgum leikjum þeirra í sumar. Á 27. mínútur átti síðan Finnur Orri Margeirsson fallega stungusendingu inn fyrir vörn valsmanna þar sem Guðmundur Pétursson tók við boltanum og kláraði færið vel, skaut undir Kjartan og staðan orðin 0:3. Síðasta korterið í fyrri hálfleik var frekar dapurt en Blilkarnir voru mun sterkari. Atli gerði breytingu í hálfleik á liði Vals. Baldur Bett kom inn fyrir Marel Baldvinsson og fór Baldur inn á miðju með þeim Sigurbirni og Baldri Aðalsteins. Þetta virtist aðeins þétta lið Vals og var leikur þeirra aðeins skárri í seinni hálfleik. Þeir náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi og sigur Breiðabliks nokkuð sanngjarn. Þar með fara Blikarnir upp fyrir Valsmenn í deildinni en Breiðablik á Stjörnuna í næsta leik. Valsmenn fara hinsvegar til Vestmannaeyja þar sem þeir freistast til þess að næla sér í einhver stig.Leiknum var lýst beint á Boltavaktinn en hægt er að sjá lýsinguna með því að smella hér: Valur - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Kristjáns: Spiluðum vel í 90 mínútur Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með allar 90 mínúturnar hjá sínu liði í dag. Hann sagði liðið hafa mætt af miklum krafti í leikinn og haldið það út. Hann gefur lítið fyrir þær raddir sem heyrst hafa að undanförnu að liðið missi niður unna leiki. 22. ágúst 2009 18:15 Atli Eðvalds: Þetta var búið eftir korter Atli Eðvaldsson mætti hundfúll í viðtal eftir leikinn og var allt annað en sáttur með sína menn eftir þrjú núll tap gegn Breiðablik. 22. ágúst 2009 18:09 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Það tók Breiðablik innan við tíu mínútur að skora tvö mörk á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þeir mættu miklu ákveðnari til leiks og voru með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Viljinn var töluvert meiri hjá þeim grænklæddu og greinilegt að Valsliðið á langt í land miðað við spilamennskuna í dag. Guðmundur Kristjánsson skoraði fyrsta markið strax á áttundu mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni. Guðmundur stóð einn og óvaldaður í teignum og var í litlum vandræðum með að setja boltann framhjá Kjartani í markinu. Áhorfendur voru varla sestir þegar Kristinn kom með aðra nákvæmlega eins fyrirgjöf og þá fór boltinn beint á kollinn á Guðmundi Péturssyni og staðan 0:2. Þegar þarna var komið við sögu voru 10 mínútur búnar af leiknum. Við þessi tvö kjaftshögg virtust valsmenn hálf vankast og voru það næstu 80 mínúturnar eða svo. Blikarnir stjórnuðu leiknum gjörsamlega og miðjan hjá Val var einhversstaðar allt annarsstaðar en inni á vellinum, rétt eins og í mörgum leikjum þeirra í sumar. Á 27. mínútur átti síðan Finnur Orri Margeirsson fallega stungusendingu inn fyrir vörn valsmanna þar sem Guðmundur Pétursson tók við boltanum og kláraði færið vel, skaut undir Kjartan og staðan orðin 0:3. Síðasta korterið í fyrri hálfleik var frekar dapurt en Blilkarnir voru mun sterkari. Atli gerði breytingu í hálfleik á liði Vals. Baldur Bett kom inn fyrir Marel Baldvinsson og fór Baldur inn á miðju með þeim Sigurbirni og Baldri Aðalsteins. Þetta virtist aðeins þétta lið Vals og var leikur þeirra aðeins skárri í seinni hálfleik. Þeir náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi og sigur Breiðabliks nokkuð sanngjarn. Þar með fara Blikarnir upp fyrir Valsmenn í deildinni en Breiðablik á Stjörnuna í næsta leik. Valsmenn fara hinsvegar til Vestmannaeyja þar sem þeir freistast til þess að næla sér í einhver stig.Leiknum var lýst beint á Boltavaktinn en hægt er að sjá lýsinguna með því að smella hér: Valur - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Kristjáns: Spiluðum vel í 90 mínútur Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með allar 90 mínúturnar hjá sínu liði í dag. Hann sagði liðið hafa mætt af miklum krafti í leikinn og haldið það út. Hann gefur lítið fyrir þær raddir sem heyrst hafa að undanförnu að liðið missi niður unna leiki. 22. ágúst 2009 18:15 Atli Eðvalds: Þetta var búið eftir korter Atli Eðvaldsson mætti hundfúll í viðtal eftir leikinn og var allt annað en sáttur með sína menn eftir þrjú núll tap gegn Breiðablik. 22. ágúst 2009 18:09 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Óli Kristjáns: Spiluðum vel í 90 mínútur Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með allar 90 mínúturnar hjá sínu liði í dag. Hann sagði liðið hafa mætt af miklum krafti í leikinn og haldið það út. Hann gefur lítið fyrir þær raddir sem heyrst hafa að undanförnu að liðið missi niður unna leiki. 22. ágúst 2009 18:15
Atli Eðvalds: Þetta var búið eftir korter Atli Eðvaldsson mætti hundfúll í viðtal eftir leikinn og var allt annað en sáttur með sína menn eftir þrjú núll tap gegn Breiðablik. 22. ágúst 2009 18:09
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti