Enski boltinn

Meiðsli Kyrgiakos ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sotirios Kyrgiakos í leik með Liverpool.
Sotirios Kyrgiakos í leik með Liverpool. Nordic Photos / AFP

Meiðsli Grikkjans Sotiris Kyrgiakos eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu eftir því sem kemur fram í grískum fjölmiðlum í dag.

Kyrgiakos var keyptur til Liverpool í haust en hann meiddist á hné í leik Grikklands og Lúxemborgar í gærkvöldi.

Óttast var að hann hefði slitið krossbönd og að hann yrði af þeim sökum frá í fjóra mánuði. Hins vegar herma nú fjölmiðlar í Grikklandi að líklegra sé að meiðslin séu ekki það alvarleg og að hann verði frá í um það bil fimm vikur.

Kyrgiakos var keyptur til Liverpool frá AEK Aþenu í ágúst síðastliðnum og hefur spilað tvo leiki á tímabilinu til þessa, einn í úrvalsdeildinni og einn í deildabikarnum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.