Innlent

Telur ofbeldi að hjóla á mann

Ríkissaksóknari telur að sú túlkun héraðsdóms, að það að hjóla á mann vísvitandi teljist ekki endilega líkamsárás, sé í andstöðu við viðurkennd sjónarmið. Hann áfrýjar því sýknudómi um þetta til Hæstaréttar.

Málið fjallar um mann sem hjólaði á lögreglukonu, en hún var við skyldustörf. Hafði komið fram að maðurinn hefði aukið hraðann á hjólinu þegar hann nálgaðist konuna, og honum hafði verið bent á að stöðva hjólið.

Maðurinn var sýknaður af ofbeldisbroti gegn valdstjórninni, en ríkissaksóknari vill fá því hnekkt. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×