Enski boltinn

Gunnar Heiðar stóðst læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel

Gunnar Heiðar Þorvaldsson gekkst í dag undir læknisskoðun hjá enska B-deildarfélaginu Reading og stóðst hana.

Þetta staðfesti Gunnar Heiðar í samtali við Vísi í dag. Hann á von á því að skrifað verði undir samning á morgun.

„Umboðsmaðurinn minn er að vinna í samningsmálunum og það er verið að ganga frá síðustu smáatriðunum," sagði Gunnar Heiðar.

Hann er á mála hjá danska félaginu Esbjerg sem hefur samþykkt að lána Gunnar Heiðar til Reading út leiktíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×