Enski boltinn

Arshavin hissa á Wenger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andrey Arshavin.
Andrey Arshavin. Nordic Photos/Getty Images

Rússinn Andrey Arshavin segist enn vera steinhissa á því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé að láta hann spila á miðjunni hjá félaginu. Arshavin segist hafa átt von á því að verða settur í fremstu víglínu.

„Markmið mitt fyrir fyrstu þrjá mánuðina var ekki að skora ákveðinn fjölda af mörkum heldur að komast að því að ég gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni," sagði Arshavin.

„Stundum finnst mér ég geta það en stundum ekki. Það er líklega vegna þess að ég er að spila á vinstri kantinum. Ég á enn erfitt með að venjast þeirri hugmynd að ég geti spilað þar og það kemur mér á óvart að ég sé látinn spila þar.

„Ég veit ekki af hverju ég hef leikið svona vel á kantinum. Kannski er Guð bara að hugsa svona vel um mig," sagði Arshavin sem er alltaf ferskur í viðtölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×