Innlent

Maður fótbrotnaði í 12 metra hæð

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Akranes.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. MYND/Vilhelm
Karlmaður fótbrotnaði við vinnu í 12 metra háu sílói í Norðuráli í dag. Björgunarfélag Akraness var kallað út en maðurinn var látinn síga niður á börum.

10 björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðinni sem tók skamman tíma og gekk vel. Manninum var komið í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahúsið á Akranesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×