Innlent

Kostnaður nýju ríkisbankanna minni en áætlað var

Kostnaður íslenska ríkisins vegna nýju ríkisbankanna þriggja verður minni en áætlað var. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur skilað Fjármálaeftirlitinu frumskýrslu um verðmat bankanna.

Við setningu neyðarlaganna í október var alþjóðleg starfsemi bankanna skilinn frá innlendri starfsemi og varð hún eftir í gömlu bönkunum. Nýju bankarnir yfirtóku allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna og eignir sem sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Ætlunin er að gefa út skuldabréf til gömlu bankanna í skiptum fyrir þær eignir sem hafa runnið inn í nýju bankanna. Deloitte og breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman voru ráðin til að verðmeta eignir nýju bankanna. Deloitte skilaði í gær til Fjármálaeftirlitsins frumskýrslu um verðmat allra bankanna. Fjármálaeftirlitið mun nú yfirfara skýrsluna og hefur Oliver Wyman yfirumsjón með gerð skuldabréfanna milli bankanna. Áætlað er að endanlegt verðmat liggi fyrir 18. Maí.

Í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem birt var í nóvember var gert ráð fyrir að eigið fé bankanna yrði 275 milljarðar. Síðan þá hafa reikningar verið endurgerðir og meira af eignum skildar eftir í gömlu bönkunum en upphaflega var gert ráð fyrir. Skuldabréfið milli gömlu og nýju bankanna verður því lægra en áætlað var og því mun íslenska ríkið koma til með greiða minna stofnframlag til bankanna en búist var við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×