Enski boltinn

Mullins og Pele til Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hayden Mullins í leik með West Ham.
Hayden Mullins í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Portsmouth hefur fengið tvo leikmenn til félagsins, þá Hayden Mullins frá West Ham og Pele frá Porto.

Mullins gerði þriggja og hálfs árs samning við Portsmouth en kaupverðið fékkst ekki uppgefið. Portúgalinn Pele kemur á lánssamningi frá Porto en Portsmouth á þann möguleika að kaupa hann í lok tímabilsins.

„Við höfum fylgst með bæði Hayden og Pele í þó nokkurn tíma," sagði Peter Storrie, framkvæmdarstjóri Portsmouth en báðir leikmenn leika á miðjunni. „Þeir munu styrkja miðjuna okkar og þurftum við á því að halda."

Portsmouth mætir Aston Villa í deildinni á morgun og eru þeir báðir gjaldgengir fyrir leikinn. Pele heitir réttu nafni Vítor Hugo Gomes Passos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×