Erlent

Mannréttindadómstóll bannar krossa í ítölskum skólum

Óli Tynes skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu sektaði í dag Ítalíu um fimmþúsund dollara fyrir að leyfa krossa í opinberum skólum. Það væri brot á trúfrelsi og frelsi manna og rétti til menntunar.

Það var tveggja barna móðir Soile Lautsi sem vildi losna við krossana úr opinberum skólum. Hún fór með málið fyrir mannréttindadómstólinn árið 2006 eftir að Stjórnarskrárdómstóll Ítalíu vísaði máli hennar frá.

Hún hafði sigur og dómstóllinn hafnaði þeirri málsvörn Ítalskra stjórnvalda að krossinn væri þjóðlegt tákn menningar, sögu, umburðarlyndis og sjálfsmyndar Ítala.

Hryggð í Páfagarði

Í Páfagarði var mönnum ekki skemmt. Talsmaður páfagarðs sagði að þeir væru furðu lostnir og hryggir yfir dóminum. Krossinn hafi ávallt verið tákn um ást Guðs og einingu og umburðarlyndi fyrir mannkynið allt.

Úrskurður dómstólsins gæti haft áhrif á notkun trúartákna um gervalla Evrópu. Ítölsk stjórnvöld hafa þegar tilkynnt að þau muni áfrýja þessum dómi til hæstaréttar Mannréttindadómstólsins. Dómar hans eru bindandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×