Innlent

Þjófar staðnir að verki í 10-11

Tveir unglingspiltar voru staðnir að búðahnupli í verslun 10-11 í Glæsibæ í nótt. Þegar starfsmaður sá til þeirra lögðu þeir á flótta og sluppu en skildu þýfið eftir. Hann slapp hins vegar ekki eins vel, ræninginn sem ætlaði að ræna peningum úr verslun í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld. Hann var grímuklæddur og með barefli en óeinkennisklæddir lögreglumenn á vettvangi sáu til hans og handtóku hann þegar í stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×