Innlent

Mannslát í Slippnum fyrir 24 árum skoðað á nýjan leik

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur falið lögreglu að rannsaka betur einstaka þætti í láti Einars Þórs Agnarssonar og Sturlu Steinssonar sem fundust látnir í bíl við Daníelsslipp 1. mars 1985. Tvívegis var fjallað um mál þeirra í fréttaskýringaþættinum Kompási á seinasta ári. Haft er eftir Valtý í Morgunblaðinu í dag að ný gögn kalli á nánari skoðun.

Einar og Sturla voru 24 og 25 ára. Lát þeirra var afgreitt sem sjálfsvíg byggt á því að slanga var leitt úr púströri inn í bílinn, en ættingjar þeirra hafa aldrei fellt sig við þessa skýringu og hafa síðustu misserin krafist aðgangs að gögnum um lát ástvina sinna.

Kompás fjallaði um málið í maí á seinasta ári og aftur í desember.








Tengdar fréttir

Kompásstikla - Mannslát í Slippinum

Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í bíl í Daníelsslipp fyrir 23 árum. Sjálfsvíg sögðu yfirvöld en ættingjar hafa aldrei sannfærst. Þau hafa barist fyir aðgangi að gögnum lögreglu en yfirvöld hafa mánuðum saman streyst á móti þrátt fyrir íhlutun umboðsmanns Alþingis. Loks nú í vor fengu þau að sjá hluta gagnanna en gögnin hafa vakið upp fleiri spurningar en svör. Kompás fjallar um þetta sérstæða mál í næsta þætti. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl:21:50 á Stöð 2

Dauðinn í Slippnum

Tveir menn fundust látnir í bíl á Slippsvæðinu í Reykjavík árið 1985. Þeir voru taldir hafa framið sjálfsvíg. Kompás heldur áfram að fjalla um þetta mál sem ættingjar mannanna hafa barist fyrir að rannsakað verði að nýju. Og nú vilja þeir rannsókn á starfsháttum lögreglu. Í síðari hluta þáttarins kynnumst við kraftmiklum vestfirskum kór, Fjallabræðrum, sem hafa síðustu mánuði verið áberandi í tónlistarlífi Íslendinga. Þá förum við einnig í heimsókn til ungrar myndlistarkonu sem hefur þróað sérstaka aðferð í listsköpun sinni.

Kompásstikla - Dauðinn í Slippnum

Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í bíl við Daníelsslipp árið 1985. Lát þeirra var afgreitt sem sjálfsvíg en ættingjar þeirra hafa aldrei fellt sig við þessa skýringu og hafa síðustu misserin krafist aðgangs að gögnum um lát ástvina sinna. Samkvæmt nýjum vitnisburði var rannsókn á dauða þeirra illa unnin. Ekkert fordæmi er um sjálfsvíg af þessum toga í sögu réttarmeinafræðinnar. Ný dæmi koma fram um gögn sem lögreglan finnur ekki í eigin vörslu eða hefur fargað. Á meðan finnast ljósmyndir af vettvangi í einkasafni. Ríkissaksóknari hefur verið krafinn um opinbera rannsókn á aðkomu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×