Enski boltinn

Rússarnir erfiðir í viðræðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Andrei Arshavin segir að illa gangi í viðræðum Zenit og Arsenal um kaup á leikmanninum þar sem kröfur rússneska félagsins eru miklar og erfiðar.

Bæði Arsenal og Juventus hafa verið orðuð við Arshavin sem er sagður kosta tuttugu milljónir punda.

„Félagið vill fá peninginn í einni greiðslu," sagði umboðsmaðurinn, Dennis Lachter. „Mörg félög eru farin að óttast hvernig Zenit og önnur rússnesk félög standa að sínum viðskiptum."

Þrátt fyrir þetta er Lachter þess fullviss að Arshavin fari til annars félags nú í mánuðinum.

„Það eru 10, 15, 20 lið sem hafa áhuga áhonum. Spurningin er hvort þau hafi efni á honum," sagði Lachter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×