Fótbolti

Erlendu blaðamennirnir aðgangsharðir við Margréti Láru

Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir á blaðamannafundinum í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir á blaðamannafundinum í dag. Mynd/ÓskarÓ

Erlendu blaðamennirnir sem voru mættir á blaðamannafund fyrir leik Íslands og Þýskalands í gær höfðu mun meiri áhuga á að tala við Margréti Láru Viðarsdóttur en landsliðsþjálfarann og Eddu Garðarsdóttur sem voru einnig á fundinum.

Margrét Lára þurfti bæði að svara fyrir það að vera ekki enn búin að skora á mótinu sem og af hverju hún kom svona fljótt heim aftur eftir að hafa farið út til Duisburg í Þýskalandi. Margrét Lára skoraði 12 mörk í undankeppninni og varð markahæsti leikmaður hennar.

Margrét Lára komst vel frá því að tala um markaleysið á mótinu til þessa en var ekki nærri því eins hrifin að tala um tímann hjá Duisburg.

Þýski blaðamaðurinn gekk þó á Margréti Láru og ætlaði greinilega að fiska eitthvað neikvætt upp úr henni um veruna í Þýskalandi en Margrét Lára vildi ekki ræða þetta á þessum tímapunkti. Hún passaði sig síðan í svarinu sínu og hrósaði bæði Duisburg og þýska kvennalandsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×