Íslenski boltinn

Haraldur Freyr samningslaus

Elvar Geir Magnússon skrifar
Haraldur í leik með U21 landsliðinu gegn Þýskalandi árið 2003.
Haraldur í leik með U21 landsliðinu gegn Þýskalandi árið 2003.

Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson æfir um þessar mundir með uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Samningi hans við Apollon Limassol á Kýpur hefur verið rift en Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.

Haraldur er þó ekki á leið í íslenska boltann á ný en umboðsmaður hans, Guðlaugur Tómasson, segir að félög á Englandi, Skotlandi, Hollandi og Norðurlöndum hafi sýnt leikmanninum áhuga.

Haraldur lék síðast með Keflavík 2004 en hélt síðan til Noregs í atvinnumennsku áður en hann hélt til Kýpur. Hann á tvo A-landsleiki að baki, báða lék hann 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×