Enski boltinn

Mark Davies til Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Davies í leik með Wolves.
Mark Davies í leik með Wolves.

Miðjumaðurinn Mark Davies er genginn til liðs við Bolton frá Wolves. Davies er tvítugur og skrifaði hann undir fjögurra og hálfs árs samning en kaupverð var ekki uppgefið.

Davies hefur verið á lánssamningi hjá Leicester en hann kemur úr unglingastarfi Úlfanna. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið 2005 en lenti í erfiðum meiðslum 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×