Innlent

Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum

Mynd/GVA

Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum í dag. Um var að ræða kórinn Erinnap Nipaa frá Qaqortoq, en tilgangur heimsóknarinnar til Íslands er að styrkja menningartengsl landanna í kjölfar aukis sjálfstæðis Grænlands.

Kórinn og trommuleikarinn sem fylgir honum ætla að halda þrenna tónleika hér á landi, á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og á Akranesi, en Akranes og Qaqortoq eru vinabæir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×