Enski boltinn

Collison ekki alvarlega meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Collison í leik með West Ham.
Jack Collison í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Jack Collison er ekki með slitin krossbönd í hné eins og óttast var eftir að hann var borinn af velli í leik West Ham og Wigan í vikunni.

Fyrir stuttu kom í ljós að Valon Behrami, annar leikmaður West Ham, yrði frá út tímabilið vegna krossbandsslita en það var ekki svo slæmt hjá Collison.

„Við vorum afar áhyggjufullir í fyrstu því þetta leit mjög illa út og Jack var sárþjáður," sagði Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, í samtali við enska fjölmiðla.

„En ég hef rætt við hann og lækna liðsins síðan þá og þetta virðist ekki vera svo slæmt."

Collison er tvítugur og uppalinn hjá West Ham. Hann hefur staðið sig vel á leiktíðinni og verið í byrjunarliði West Ham í fjórtán deildarleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×