Innlent

Fyrsti fundur samninganefndar ESB á morgun

Fyrsti fundur samninganefndar Íslands í væntanlegum aðildarviðræðum við ESB verður haldinn á morgun, miðvikudag klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra stýrir samninganefndinni. Auk aðalsamningmanns sitja í nefndinni formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn. Varaformenn samninganefndarinnar verða Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri.

Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Kolfinna Jóhannesdóttir, MA í hagvísindum, Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×