Semja verður upp á nýtt við erlenda kröfuhafa 28. apríl 2009 18:59 Íslendingar geta ekki staðið undir vaxtabyrði vegna erlendra skulda þjóðarbúsins að mati hagfræðings. Semja verður upp á nýtt við erlenda kröfuhafa. Félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir hádegisverðafunda á Grand Hótel í dag undir yfirskriftinni Hver er staða þjóðarbúsins? Er Íslands Gjaldþrota? Frummælendur voru þeir Tryggvi Þór Herbertsson og Haraldur L. Haraldsson. Fram kom í máli Haraldar að skuldir þjóðarbúsins væru orðnar það miklar að vaxtagreiðslurnar einar ættu eftir sliga efnahagslífið að óbreyttu. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja gjaldþrota en við getum ekki borgað þessar erlendu skuldir okkar. það held ég að sé nokkuð ljóst," segir Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Nýsis. Haraldur segir ennfremur ljóst að ríkið getur ekki tekið á sig frekari skuldbindingar vegna bankahrunsins. „Það sem ég hef verið að leggja áherslu á að menn séu ekki að fara í viðræður útaf Icesave reikningunum út frá því að skoða einhverja nettó stöðu og segja það koma svo og svo eignir upp í þetta eftir einhvern tíma. Við verðum að skoða hvað við þurfum að borga í vexti í dag. Það held ég að séu aðal vandamálið að vaxtagreiðslurnar eru of miklar," segir Haraldur. Tryggvi Þór Herbertsson telur óhjákvæmilegt að taka eignir með á móti skuldum og af því gefnu sé staða ríkissjóðs bærileg. „Það er alls ekki hægt að tala um að það séu erfiðleikar við að standa í skilum og annað slíkt, en aftur á móti skulda heimilin og fyrirtækin mikið útaf þessu verðbólguskoti sem kom hérna og gengisfalli sem varð á íslensku krónunni. Og það þarf að bæta eins og ég hef talað um," segir Tryggvi. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Íslendingar geta ekki staðið undir vaxtabyrði vegna erlendra skulda þjóðarbúsins að mati hagfræðings. Semja verður upp á nýtt við erlenda kröfuhafa. Félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir hádegisverðafunda á Grand Hótel í dag undir yfirskriftinni Hver er staða þjóðarbúsins? Er Íslands Gjaldþrota? Frummælendur voru þeir Tryggvi Þór Herbertsson og Haraldur L. Haraldsson. Fram kom í máli Haraldar að skuldir þjóðarbúsins væru orðnar það miklar að vaxtagreiðslurnar einar ættu eftir sliga efnahagslífið að óbreyttu. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja gjaldþrota en við getum ekki borgað þessar erlendu skuldir okkar. það held ég að sé nokkuð ljóst," segir Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Nýsis. Haraldur segir ennfremur ljóst að ríkið getur ekki tekið á sig frekari skuldbindingar vegna bankahrunsins. „Það sem ég hef verið að leggja áherslu á að menn séu ekki að fara í viðræður útaf Icesave reikningunum út frá því að skoða einhverja nettó stöðu og segja það koma svo og svo eignir upp í þetta eftir einhvern tíma. Við verðum að skoða hvað við þurfum að borga í vexti í dag. Það held ég að séu aðal vandamálið að vaxtagreiðslurnar eru of miklar," segir Haraldur. Tryggvi Þór Herbertsson telur óhjákvæmilegt að taka eignir með á móti skuldum og af því gefnu sé staða ríkissjóðs bærileg. „Það er alls ekki hægt að tala um að það séu erfiðleikar við að standa í skilum og annað slíkt, en aftur á móti skulda heimilin og fyrirtækin mikið útaf þessu verðbólguskoti sem kom hérna og gengisfalli sem varð á íslensku krónunni. Og það þarf að bæta eins og ég hef talað um," segir Tryggvi.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira