Samkomulagið betra en fyrri drög Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 12:01 Svavar Gestsson, sendiherra, er formaður íslensku samninganefndarinnar um Icesave-skuldbindingarnar. Mynd/Fredrik Persson Samkomulag það sem tókst í gærkvöldi um Icesave skuldbindingar Íslendinga er mun hagstæðara en drög að samkomulagi sem lágu fyrir í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Hryðjuverkalögum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verður aflétt eftir tæpan hálfan mánuð. Samninganefndir Íslendinga, Breta og Hollendinga settu stafina sína á samkomulag þjóðanna um Icesave skuldbindingarnar um miðnætti síðast liðna nótt. Íslenska samninganefndin skrifar undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Alþingis. Samkvæmt því ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda 650 milljarða íslenskra króna vegna Icesave í löndunum tveimur, eða 2,2, milljarða punda í Bretlandi og 1,2 milljarða evra í Hollandi. Með samkomulaginu er viðurkennt að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir lágmarki innistæðna samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tyrggja innistæður landa sinna að fullu og bera því mismuninn. Bresk stjórnvöld standa því undir 2,4 milljörðum punda vegna Icesave og hollensk stjórnvöld undir hálfum milljarði evra.Hryðjuverkalögunum aflétt Samkvæmt samkomulaginu verður það þegar sett af stað ferli í Bretlandi til að aflétta hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans þar í landi og er reiknað með að það gangi eftir hinn 15. júní næst komandi, eða tveimur dögum fyrir þjóðhátíð Íslendinga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra verða með fréttamannafund nú eftir hádegi, til að kynna niðurstöðu samninganna. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum og mögulegt er til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva.Eignir Landsbankans standi undir 75% af skuldbindingunum Í samkomulaginu er gengið út frá að eignir Landsbankans standi undir 75 prósentum af skuldbindingum Íslendinga, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að eignirnar standi undir 85 prósentum skuldanna og breskt endurskoðunarfyrirtæki reikni með allt að 95 prósentum. Vaxtabyrði af skuldbindingunni fyrsta árið gæti verið allt að 36 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru hins vegar nú þegar lausar eignir í Landsbankanum sem hafa verið frystar, en losna eftir tæpan hálfan mánuð og munu væntanlega þegar renna til greiðslu inn á skuldina. Stefnt er að því að eftir því sem eignir losna og innistæður verða til hjá Landsbankanum, renni þær þá þegar til lækkunar skuldarinnar.Gamla samkomulagið Samkvæmt drögum að samkomulagi sem gert var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember á síðasta ári, var gert ráð fyrir að skuldirnar yrðu greiddar niður á 10 árum, en ekki 15 árum eins og nú, og vextirnir yrðu 6,7 prósent í stað 5,5 prósenta nú. Þá var ekkert greiðslulaust tímabil í gömlu drögunum, eins og er í samkomulaginu sem nú hefur náðst. Í gamla samkomulaginu féll skuldin líka öll á ríkissjóð Íslands, en í núverandi samkomulagi fellur skuldin á Tryggingasjóð innistæðueigenda, og þar með viðurkennt að lög um hann og evróputilskipunin um ábyrgð á innistæðum gildi. Eða með öðrum orðum að ekki sé hægt að krefja Íslendinga um að greiða 100 prósent af innistæðum hjá Icesave, sem gæti styrkt íslensk stjórnvöld fari aðrir kröfuhafar í mál til að fá neyðarlögunum hnekkt. Tengdar fréttir Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. 6. júní 2009 05:15 Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. 6. júní 2009 10:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Samkomulag það sem tókst í gærkvöldi um Icesave skuldbindingar Íslendinga er mun hagstæðara en drög að samkomulagi sem lágu fyrir í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Hryðjuverkalögum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verður aflétt eftir tæpan hálfan mánuð. Samninganefndir Íslendinga, Breta og Hollendinga settu stafina sína á samkomulag þjóðanna um Icesave skuldbindingarnar um miðnætti síðast liðna nótt. Íslenska samninganefndin skrifar undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Alþingis. Samkvæmt því ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda 650 milljarða íslenskra króna vegna Icesave í löndunum tveimur, eða 2,2, milljarða punda í Bretlandi og 1,2 milljarða evra í Hollandi. Með samkomulaginu er viðurkennt að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir lágmarki innistæðna samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tyrggja innistæður landa sinna að fullu og bera því mismuninn. Bresk stjórnvöld standa því undir 2,4 milljörðum punda vegna Icesave og hollensk stjórnvöld undir hálfum milljarði evra.Hryðjuverkalögunum aflétt Samkvæmt samkomulaginu verður það þegar sett af stað ferli í Bretlandi til að aflétta hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans þar í landi og er reiknað með að það gangi eftir hinn 15. júní næst komandi, eða tveimur dögum fyrir þjóðhátíð Íslendinga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra verða með fréttamannafund nú eftir hádegi, til að kynna niðurstöðu samninganna. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum og mögulegt er til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva.Eignir Landsbankans standi undir 75% af skuldbindingunum Í samkomulaginu er gengið út frá að eignir Landsbankans standi undir 75 prósentum af skuldbindingum Íslendinga, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að eignirnar standi undir 85 prósentum skuldanna og breskt endurskoðunarfyrirtæki reikni með allt að 95 prósentum. Vaxtabyrði af skuldbindingunni fyrsta árið gæti verið allt að 36 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru hins vegar nú þegar lausar eignir í Landsbankanum sem hafa verið frystar, en losna eftir tæpan hálfan mánuð og munu væntanlega þegar renna til greiðslu inn á skuldina. Stefnt er að því að eftir því sem eignir losna og innistæður verða til hjá Landsbankanum, renni þær þá þegar til lækkunar skuldarinnar.Gamla samkomulagið Samkvæmt drögum að samkomulagi sem gert var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember á síðasta ári, var gert ráð fyrir að skuldirnar yrðu greiddar niður á 10 árum, en ekki 15 árum eins og nú, og vextirnir yrðu 6,7 prósent í stað 5,5 prósenta nú. Þá var ekkert greiðslulaust tímabil í gömlu drögunum, eins og er í samkomulaginu sem nú hefur náðst. Í gamla samkomulaginu féll skuldin líka öll á ríkissjóð Íslands, en í núverandi samkomulagi fellur skuldin á Tryggingasjóð innistæðueigenda, og þar með viðurkennt að lög um hann og evróputilskipunin um ábyrgð á innistæðum gildi. Eða með öðrum orðum að ekki sé hægt að krefja Íslendinga um að greiða 100 prósent af innistæðum hjá Icesave, sem gæti styrkt íslensk stjórnvöld fari aðrir kröfuhafar í mál til að fá neyðarlögunum hnekkt.
Tengdar fréttir Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. 6. júní 2009 05:15 Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. 6. júní 2009 10:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. 6. júní 2009 05:15
Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. 6. júní 2009 10:01