Samkomulagið betra en fyrri drög Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 12:01 Svavar Gestsson, sendiherra, er formaður íslensku samninganefndarinnar um Icesave-skuldbindingarnar. Mynd/Fredrik Persson Samkomulag það sem tókst í gærkvöldi um Icesave skuldbindingar Íslendinga er mun hagstæðara en drög að samkomulagi sem lágu fyrir í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Hryðjuverkalögum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verður aflétt eftir tæpan hálfan mánuð. Samninganefndir Íslendinga, Breta og Hollendinga settu stafina sína á samkomulag þjóðanna um Icesave skuldbindingarnar um miðnætti síðast liðna nótt. Íslenska samninganefndin skrifar undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Alþingis. Samkvæmt því ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda 650 milljarða íslenskra króna vegna Icesave í löndunum tveimur, eða 2,2, milljarða punda í Bretlandi og 1,2 milljarða evra í Hollandi. Með samkomulaginu er viðurkennt að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir lágmarki innistæðna samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tyrggja innistæður landa sinna að fullu og bera því mismuninn. Bresk stjórnvöld standa því undir 2,4 milljörðum punda vegna Icesave og hollensk stjórnvöld undir hálfum milljarði evra.Hryðjuverkalögunum aflétt Samkvæmt samkomulaginu verður það þegar sett af stað ferli í Bretlandi til að aflétta hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans þar í landi og er reiknað með að það gangi eftir hinn 15. júní næst komandi, eða tveimur dögum fyrir þjóðhátíð Íslendinga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra verða með fréttamannafund nú eftir hádegi, til að kynna niðurstöðu samninganna. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum og mögulegt er til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva.Eignir Landsbankans standi undir 75% af skuldbindingunum Í samkomulaginu er gengið út frá að eignir Landsbankans standi undir 75 prósentum af skuldbindingum Íslendinga, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að eignirnar standi undir 85 prósentum skuldanna og breskt endurskoðunarfyrirtæki reikni með allt að 95 prósentum. Vaxtabyrði af skuldbindingunni fyrsta árið gæti verið allt að 36 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru hins vegar nú þegar lausar eignir í Landsbankanum sem hafa verið frystar, en losna eftir tæpan hálfan mánuð og munu væntanlega þegar renna til greiðslu inn á skuldina. Stefnt er að því að eftir því sem eignir losna og innistæður verða til hjá Landsbankanum, renni þær þá þegar til lækkunar skuldarinnar.Gamla samkomulagið Samkvæmt drögum að samkomulagi sem gert var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember á síðasta ári, var gert ráð fyrir að skuldirnar yrðu greiddar niður á 10 árum, en ekki 15 árum eins og nú, og vextirnir yrðu 6,7 prósent í stað 5,5 prósenta nú. Þá var ekkert greiðslulaust tímabil í gömlu drögunum, eins og er í samkomulaginu sem nú hefur náðst. Í gamla samkomulaginu féll skuldin líka öll á ríkissjóð Íslands, en í núverandi samkomulagi fellur skuldin á Tryggingasjóð innistæðueigenda, og þar með viðurkennt að lög um hann og evróputilskipunin um ábyrgð á innistæðum gildi. Eða með öðrum orðum að ekki sé hægt að krefja Íslendinga um að greiða 100 prósent af innistæðum hjá Icesave, sem gæti styrkt íslensk stjórnvöld fari aðrir kröfuhafar í mál til að fá neyðarlögunum hnekkt. Tengdar fréttir Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. 6. júní 2009 05:15 Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. 6. júní 2009 10:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Samkomulag það sem tókst í gærkvöldi um Icesave skuldbindingar Íslendinga er mun hagstæðara en drög að samkomulagi sem lágu fyrir í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Hryðjuverkalögum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verður aflétt eftir tæpan hálfan mánuð. Samninganefndir Íslendinga, Breta og Hollendinga settu stafina sína á samkomulag þjóðanna um Icesave skuldbindingarnar um miðnætti síðast liðna nótt. Íslenska samninganefndin skrifar undir samkomulagið með fyrirvara um samþykki Alþingis. Samkvæmt því ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda 650 milljarða íslenskra króna vegna Icesave í löndunum tveimur, eða 2,2, milljarða punda í Bretlandi og 1,2 milljarða evra í Hollandi. Með samkomulaginu er viðurkennt að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir lágmarki innistæðna samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tyrggja innistæður landa sinna að fullu og bera því mismuninn. Bresk stjórnvöld standa því undir 2,4 milljörðum punda vegna Icesave og hollensk stjórnvöld undir hálfum milljarði evra.Hryðjuverkalögunum aflétt Samkvæmt samkomulaginu verður það þegar sett af stað ferli í Bretlandi til að aflétta hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans þar í landi og er reiknað með að það gangi eftir hinn 15. júní næst komandi, eða tveimur dögum fyrir þjóðhátíð Íslendinga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra verða með fréttamannafund nú eftir hádegi, til að kynna niðurstöðu samninganna. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum og mögulegt er til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva.Eignir Landsbankans standi undir 75% af skuldbindingunum Í samkomulaginu er gengið út frá að eignir Landsbankans standi undir 75 prósentum af skuldbindingum Íslendinga, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að eignirnar standi undir 85 prósentum skuldanna og breskt endurskoðunarfyrirtæki reikni með allt að 95 prósentum. Vaxtabyrði af skuldbindingunni fyrsta árið gæti verið allt að 36 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru hins vegar nú þegar lausar eignir í Landsbankanum sem hafa verið frystar, en losna eftir tæpan hálfan mánuð og munu væntanlega þegar renna til greiðslu inn á skuldina. Stefnt er að því að eftir því sem eignir losna og innistæður verða til hjá Landsbankanum, renni þær þá þegar til lækkunar skuldarinnar.Gamla samkomulagið Samkvæmt drögum að samkomulagi sem gert var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember á síðasta ári, var gert ráð fyrir að skuldirnar yrðu greiddar niður á 10 árum, en ekki 15 árum eins og nú, og vextirnir yrðu 6,7 prósent í stað 5,5 prósenta nú. Þá var ekkert greiðslulaust tímabil í gömlu drögunum, eins og er í samkomulaginu sem nú hefur náðst. Í gamla samkomulaginu féll skuldin líka öll á ríkissjóð Íslands, en í núverandi samkomulagi fellur skuldin á Tryggingasjóð innistæðueigenda, og þar með viðurkennt að lög um hann og evróputilskipunin um ábyrgð á innistæðum gildi. Eða með öðrum orðum að ekki sé hægt að krefja Íslendinga um að greiða 100 prósent af innistæðum hjá Icesave, sem gæti styrkt íslensk stjórnvöld fari aðrir kröfuhafar í mál til að fá neyðarlögunum hnekkt.
Tengdar fréttir Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. 6. júní 2009 05:15 Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. 6. júní 2009 10:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. 6. júní 2009 05:15
Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. 6. júní 2009 10:01