Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 10:01 Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira