Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 10:01 Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér. Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér.
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira