Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári 6. júní 2009 05:15 Á Alþingi Hart hefur verið tekist á um Icesave og fleiri mál á Alþingi síðustu daga. Hefur þar reynt á þol Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til svara. Fráttablaðið/Anton Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira