Erlent

Spitfire-vél á uppboð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Telegraph

Spitfire-orrustuflugvél frá síðari heimsstyrjöldinni verður boðin upp hjá Bonhams í London 20. apríl næstkomandi. Búist er við að allt að tvær milljónir punda, jafnvirði 340 milljóna króna, fáist fyrir vélina sem er af árgerð 1944. Árið 1948 seldi breski flugherinn vélina til Afríku og þar fann breskur flugvélaáhugamaður hana á ruslahaugi árið 1970. Sá gerði hana upp og er vélin nú nánast sem ný, fullhæf til flugs og bíður eftir áhugasömum kaupanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×