Innlent

Múslimskt bænaherbergi vekur athygli í Tyrklandi

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Háskóli Íslands hefur opnað bænaherbergi þannig að múslimar í Háskólanum geta beðið yfir daginn. Það voru nemar í finnsku sem óskuðu eftir formlega eftir því að slíkt herbergi væri til taks fyrir múslima. Það var svo samþykkt af yfirstjórn skólans.

Herbergið er þó ekki eingöngu hugsað fyrir múslima, þar geta einnig einstaklingar af öðrum trúarbrögðum beðið. Inn í herberginu má finna Kóraninn auk þess sem þar eru bænamottur.

Múslimar biðja fimm sinnum yfir daginn og því er herbergið kær búbót.

Bænaherbergið hefur vakið nokkra athygli því á tyrknesku útgáfu worldbulletin.net má finna fregnir af bænaherberginu og vitnað í Salmann Tamimi, sem er formaður félags múslima hér á landi.

Það eru á milli 20 til 30 múslimar sem stunda nám í Háskóla Íslands. Þeir eru frá öllum heimshornum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×