Öryrkjum fjölgar í kreppunni 26. mars 2009 18:50 Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. „Við sjáum merki þess nú þegar að það stefni í þá átt," segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun ríkisins gerir mánaðarlegar mælingar á fjölda einstaklinga með örorkumat, en nú hefur orðið sýnleg breyting. Fjölgun sást fyrst í nóvember og svo aftur nú í febrúar. „Við erum að greina þessi gögn núna og bera saman við atvinnuleysistölur til að reyna að sjá hvað býr að baki þessu. En í rauninni kemur þetta ekki á óvart," segir Sigríður Lillý. Mikil fylgni er milli atvinnuleysis og fjölgunar öryrkja og eru einkum tvær skýringar á því. Í fyrsta lagi missa þeir vinnuna fyrr en aðrir sem standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. „Og svo líka hitt að atvinnuleysi getur leitt til örorku. Atvinnumissir er mikið sjokk fyrir fólk og ýmislegt sem fylgir atvinnuleysi og standa utan við vinnumarkaðinn geta leitt til ástands, veikinda, sem að endingu leiðir til örorku," segir Sigríður Lillý. Mikil hætta er á að fólk festist í gildru varanlegrar örorku og komist ekki aftur á vinnumarkað þegar aðstæður batna. Til að koma í veg fyrir það er ráðuneyti félags- og tryggingamála að skoða hvernig unnt er að auka virkni þess hóps sem nú er að koma nýr inn til Tryggingastofnunar, enda er málið talið grafalvarlegt. „Já, mjög alvarlegt og ef við lítum til reynslu annarra er það eitthvað sem við viljum ekki að gerist hér," segir Sigríður Lillý. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Öryrkjum hefur farið fjölgandi í kreppunni og finna starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins greinilega fyrir auknu álagi. Allt er reynt til að koma í veg fyrir að fólk festist í gildru varanlegrar örorku, segir forstjóri stofnunarinnar. Kenningar fræðimanna, spár og reynsla annarra þjóða sýna að öryrkjum fjölgar þegar harðnar á dalnum og atvinnuleysti eykst. „Við sjáum merki þess nú þegar að það stefni í þá átt," segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun ríkisins gerir mánaðarlegar mælingar á fjölda einstaklinga með örorkumat, en nú hefur orðið sýnleg breyting. Fjölgun sást fyrst í nóvember og svo aftur nú í febrúar. „Við erum að greina þessi gögn núna og bera saman við atvinnuleysistölur til að reyna að sjá hvað býr að baki þessu. En í rauninni kemur þetta ekki á óvart," segir Sigríður Lillý. Mikil fylgni er milli atvinnuleysis og fjölgunar öryrkja og eru einkum tvær skýringar á því. Í fyrsta lagi missa þeir vinnuna fyrr en aðrir sem standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar niðursveifla verður í efnahagslífinu. „Og svo líka hitt að atvinnuleysi getur leitt til örorku. Atvinnumissir er mikið sjokk fyrir fólk og ýmislegt sem fylgir atvinnuleysi og standa utan við vinnumarkaðinn geta leitt til ástands, veikinda, sem að endingu leiðir til örorku," segir Sigríður Lillý. Mikil hætta er á að fólk festist í gildru varanlegrar örorku og komist ekki aftur á vinnumarkað þegar aðstæður batna. Til að koma í veg fyrir það er ráðuneyti félags- og tryggingamála að skoða hvernig unnt er að auka virkni þess hóps sem nú er að koma nýr inn til Tryggingastofnunar, enda er málið talið grafalvarlegt. „Já, mjög alvarlegt og ef við lítum til reynslu annarra er það eitthvað sem við viljum ekki að gerist hér," segir Sigríður Lillý.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira