Erlent

Fann tólf tíma gamalt barn á víðavangi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnið fannst þegar það var 12 stunda gamalt. Mynd/ AFP.
Barnið fannst þegar það var 12 stunda gamalt. Mynd/ AFP.
Rússneskum sveppasafnara brá heldur betur í brún þegar að hann fann alblóðugt handklæði í austurhluta Síberíu nýverið. Þegar að hann gáði betur sá hann að nýfætt stúlkubarn var vafið inn í handklæðið.

„Ég fann að það var eitthvað sem dró mig á þennan stað. Ég lyfti handklæðinu og þá missti ég nánast andlitið af skelfingu. Þarna lá nýfætt stúlkubarn, þakið blóði og með naflastrenginn vafinn um sig," segir Aleksej Visjnjakov, frá bænum Perejaslavka, í samtali við sjónvarpsstöðina Russia Today.

Visjnjakov stöðvaði bíl sem ók um nálægan veg og tókst að koma barninu á næsta sjúkrahús, en læknarnir þar komust að þeirri niðurstöðu að stúlkan væri 12 klukkustunda gömul.

Stúlkan er heil á húfi og hefur hún fengið nafnið Nadjesjda, sem merkir von. Lögreglan leitar nú móðurinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×