Fótbolti

Fimm af þeim tíu bestu spiluðu með Barcelona á árinu 2009

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi er örugglega orðinn spenntur að heyra hvort hann hafi verið kosinn bestur.
Lionel Messi er örugglega orðinn spenntur að heyra hvort hann hafi verið kosinn bestur. Mynd/AFP

Franska blaðið France Football tilkynnti í gær hvaða tíu leikmenn voru efstir í kjöri evrópska blaðamanna á besta knattspyrnumanni Evrópu en hann verður útnefndur á morgun.

Meðal þeirra sem komast ekki á topp tíu listann eru menn eins og Fernando Torres, Frank Lampard og Cesc Fábregas en Evrópumeistara Barcelona setja svo sannarlega sinn svip á listann.

Fimm leikmenn sem spiluðu með Barcelona á árinu 2009 eru meðal tíu efstu í kjörinu en þar á meðal er Argentínumaðurinn Lionel Messi en mestar líkur eru taldar á því að hann hljóti hnossið.

Hinir fjórir eru Xavi, Andrés Iniesta, Zlatan Ibrahimovic (var hjá Inter) og Samuel Eto'o (nú hjá Inter).

Aðrir fimm á topp tíu listanum eru Cristiano Ronaldo, Didier Drogba, Steven Gerrard, Kaká og Wayne Rooney.

Það voru engir þýskir eða ítalskir leikmenn meðal 30 efstu og nú er líka ljóst að enginn franskur leikmaður er meðal þeirra tíu efstu þar sem Karim Benzema, Yoann Gourcuff og Franck Ribéry komust ekki í hóp þeirra tíu efstu í kjörinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×