Innlent

Pókerinn skilar 2,2 milljónum í ríkiskassann

Hart var barist í fyrrakvöld á lokaborðinu á mótinu.
Fréttablaðið/anton
Hart var barist í fyrrakvöld á lokaborðinu á mótinu. Fréttablaðið/anton

Heildarvinningsféð á Íslandsmótinu í póker, sem lauk um helgina, nam sex milljónum króna. Allir vinningar eru skattskyldir, sem þýðir að um 2,23 milljónir af vinningsfénu munu renna í ríkiskassann að því gefnu að allir standi skil á sínu.

Sigurvegari þessa fyrsta Íslandsmóts sem haldið hefur verið í póker var Axel Einarsson, og hlaut hann að launum 1,5 milljónir króna. Af því munu um 555 þúsund krónur renna í ríkissjóð. Þátttökugjaldið var fjörutíu þúsund krónur og tóku 189 þátt.

Lögreglan mætti ekki á mótið, sem haldið var á Hilton Nordica-hótelinu. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×