Innlent

Fullar fangageymslur í nótt

Óvenjumargir afbrotamenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ýmis afbrot. Tvítugur maður, sem handtekinn var í gær, grunaður um ránið í 11-11 verslun við Hlemm í fyrrakvöld dvelur þar, þar sem hann var í svo annarlegu ástandi í gær að ekki var hægt að yfirheyra hann. Þá gista þar fjórir Pólverjar sem lögreglan handtók í gær og grunaðir eru um að tengjast skipulögðum innbrotum og þjófnuðum, en fimm landar þeirra voru handteknir í fyrradag, grunaðir um hið sama. Einn þeirra var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa hátt í 20 Pólverjar verið handteknir í þessum aðgerðum og mikið þýfi hefur fundist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×