Innlent

Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.

Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hennar, segir að konan sé í miklu áfall og ekki verði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og tvö börn hafi fylgst með.

Konunni hafi ekki verið gefinn kostur á að koma þeim í skjól og henni hafi verið meinað að hringja í móður sína til að ná í börnin. Hún tengist umræddu máli ekki á nokkurn hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×