Enski boltinn

Ætla að halda Jones

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ricky Sbragia, knattspyrnustjóri Sunderland, er ákveðinn í að halda sóknarmanninum Kenwyne Jones sem er á óskalista Tottenham.

„Hann virðist ánægður í okkar herbúðum. Hann er frá Trinidad og er voða rólegur yfir þessu. Ég tel að hann verði áfram okkar leikmaður um mánaðamótin næstu," sagði Sbragia.

Sbragia er ósáttur við þær aðferðir sem Tottenham notar til að heilla leikmenn. „Þeir virðast vera á eftir öllum og sjá til þess að þetta fréttist í fjölmiðla til að skapa umræðu," sagði hann. Jones gekk til liðs við Sunderland frá Southampton árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×