Misstu allt sitt í bruna 22. janúar 2009 06:30 Þau Phillip, Maja og Mark misstu allt sem þau höfðu með sér til Íslands í brunanum á Klapparstíg. MYND/fréttablaðið/vilhelm „Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látunum þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Feierabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dagana á gistiheimili Hjálpræðishersins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau fluttust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöðum í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið undirbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hildburghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frábært land og náttúrufegurðin einstök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnkaði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vakinn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum fengið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað bankareikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phillip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finnist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látunum þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Feierabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dagana á gistiheimili Hjálpræðishersins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau fluttust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöðum í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið undirbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hildburghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frábært land og náttúrufegurðin einstök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnkaði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vakinn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum fengið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað bankareikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phillip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finnist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira