Lífið

Halli snýr aftur eftir langt frí

Tónlistarmaðurinn Halli Reynis heldur sína fyrstu tónleika í tvö og hálft ár. fréttablaðið/stefán
Tónlistarmaðurinn Halli Reynis heldur sína fyrstu tónleika í tvö og hálft ár. fréttablaðið/stefán

Halli Reynis hefur lítið látið fyrir sér fara undanfarið. Hann heldur tónleika í kvöld. „Ég held að það sé meinhollt fyrir alla tónlistarmenn að taka sér frí,“ segir trúbadorinn Halli Reynis, sem heldur sína fyrstu tónleika í tvö og hálft ár í kvöld á Café Rósenberg.

Á þessum tíma sem liðinn er hefur hann stundað tónlistarkennslu og samið lög í rólegheitunum. „Ég var árið 2006 með tvær plötur og mig langaði að gera eitthvað annað í smátíma og lofta aðeins um,“ segir Halli, sem meðal annars samdi tónlist fyrir Dúkkulísurnar.

„Það er komin mikil þörf fyrir að spila núna,“ segir hann og lofar bæði nýjum og gömlum lögum á tónleikunum. Spurður hvort kreppan endurspegli nýjustu lagasmíðarnar segir hann svo ekki vera. Þó hefur eitt lag um kreppuna sprottið upp. „Ég er ekkert að velta mér upp úr kreppunni í lögunum mínum í dag, það er enginn útgangspunktur. Kreppan er í mínum huga nokkuð sem við megum ekki festast alveg í.“

Halli ætlar næst að gefa út safnplötu og því verða aðdáendur hans að bíða í einhvern tíma enn eftir nýju efni. freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.