Erlent

Gefur ekki upp hug sinn strax

Avigdor lieberman
Avigdor lieberman

Avigdor Lieberman, leiðtogi ísraelska hægriflokksins Yisrael Beiteinu, sagðist hafa gert upp hug sinn varðandi það, hvort hann vilji heldur sitja í stjórn með Tzipi Livni, leiðtoga Kadima, eða Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud. Hins vegar vill hann ekki gefa upp afstöðu sína strax.

Meir Sheerit, innanríkisráðherra í fráfarandi ríkisstjórn, lýsti því síðan yfir í gær að Kadima myndi ekki ganga í stjórn með Likud. Sheerit sagðist vel geta hugsað sér að Kadima-flokkurinn færi í stjórnar­andstöðu. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×