Erlent

Ákærður fyrir íkveikju í Ástralíu

Ástralska lögreglan hefur ákært þrjátíu og níu ára mann fyrir að hafa kveikt viljandi elda í kjarrlendi í austurhluta Viktoríufylkis í Ástralíu. Sá eldur varð minnst tuttugu og einum að bana.

Kjarr- og skógareldar sem logað hafa í fylkinu síðustu viku hafa orðið minsnt hundrað áttatíu og einum að bana og hafa lögað á mörg hundruð stöðum.

Margir eldarnir munu af manna völdum og segir Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, það fjöldamorð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×