Íslenski boltinn

Ólafur: Greinilegt að leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði liðin

Valur Smári Heimisson skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Mynd/Valli

„Þetta var nú ekki besti leikur sem maður hefur séð því mér fannst sjást greinilega að leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði liðin.

Annars voru þeir bara betri en við í fyrri hálfleik og við betri í þeim seinni," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir 2-3 sigur sinna manna gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

„Mér fannst bara menn girða sig í brók í síðari hálfleik og við náðum tökum á leiknum og nýttum okkur það vel. Það er bara mjög gott að koma hingað til Eyja og taka þrjú stig, því það er ekki auðvelt.

Mjög ánægður að leikurinn hafi verið færður því að við fengum mjög gott veður í dag," sagði Ólafur og hafði ekkert út á rauða spjaldið sem Halldór Hilmisson fékk í lok leiksins í stöðunni 2-3.

„það má bara segja að hann Halldór hafi verið klaufi að fá á sig þetta spjald á 90 mínútu þar sem við vorum að vinna leikinn," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×