Enski boltinn

Drogba er ánægður hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba, leikmaður Chelsea.
Didier Drogba, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Didier Drogba segir að það sé ekkert hæft í því að hann sé á leið frá Chelsea þar sem hann sé ánægður hjá félaginu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Drogba á leiktíðinni og margir sem spá því að hann fari frá Chelsea nú í sumar. Sjálfur segir hann hins vegar ekkert hæft í því.

„Ég vil að fólk hætti að tala um að ég sé annað hvort á leiðinni aftur til Marseille eða til Inter," sagði hann í samtali við franska fjölmiðla. „Ég vil vera hjá Chelsea þar til samningi mínum lýkur."

Drogba er samningsbundinn Chelsea til loka næstu leiktíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×