Enski boltinn

Deco úr leik hjá Chelsea?

NordicPhotos/GettyImages

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Chelsea hefur mögulega spilað sinn síðasta leik fyrir félagið á leiktíðinni.

Deco meiddist í aftanverðu læri þegar skammt var eftir fyrri hálfleik í viðureign Chelsea og Manchester City í dag, en þetta eru sömu meiðsli og hann hefur verið að glíma við í vetur.

"Ég hugsa að hann verði lengi frá og ég hef mínar efasemdir um að hann muni spila meira á leiktíðinni," sagði Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×