Enski boltinn

Cole stefnir á endurkomu í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlton Cole, framherji West Ham, blæs á allt neikvætt tal um að hann verði frá næstu þrjá mánuðina. Hann segist stefna á að spila á ný í janúar.

Cole meiddist illa í leik gegn Burnley í síðasta mánuði. Hann fékk fljótlega þær fínu fréttir að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð.

Fyrstu fréttir sögðu að Cole yrði frá fram í mars en hann segir það ekki koma til greina.

„Ég þarf að byggja upp vöðvana og vera duglegur í sjúkraþjálfuninni. Ég verð að komast á lappir svo ég geti hjálpað liðinu," sagði Cole og ekki veitir af þar sem West Ham hefur ekki verið að ríða feitum hesti í deildinni í vetur.

„Vonandi verð ég klár einhvern tíma í janúar. Það var frábært að heyra að ég þyrfti ekki að fara í aðgerð og gæti byrjað strax að koma mér í stand."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×